Að loknu prófi

Thore og Mats, hálfþreyttir
Þegar þetta er skrifað er ég nýkominn úr skriflegu og munnlegu prófi í tyrknesku. Munnlegi hlutinn fólst í að lesa upp texta fyrir framan bekkinn til þess að prófa framburðinn. Það var samt ekki nema hluti nemenda sem lenti í upplestrarúrtakinu. Það gekk svosem ágætlega, maður stamaði aðeins á lengstu orðunum, en reyndi að ná réttum framburði eftir þeim leiðbeiningum sem við höfum fengið í tímum. Ég veit samt ekki hvort innfæddir hefðu skilið allt sem ég las upp. En í stuttu máli þá snerist upplesturinn um Mustafa Kemal. Ég er búinn að læra að hann fæddist árið 1881 og dó árið 1938. Hann er faðir þeirrar þjóðernisstefnu sem hefur stjórnað ríkinu síðan og minning hans og minnismerki eru áberandi hvar sem maður kemur. Að loknum upplestrinum kom að skriflega prófinu, við fengum blöð í hendurnar og höfðum hálftíma til að svara þeim. Þar þurfti að skrifa inn upplýsingar sem algengt er að maður þurfi að gefa upp þegar eyðublöð eru útfyllt, það voru líka myndir af ýmsum hlutum og átti að skrifa nafn hvers á línu fyrir neðan myndina. Svo þurftum við að skrifa niður heiti á ýmsum tölum (t.d. 350) og fleira. Prófið var erfitt en sanngjarnt. Við erum búin að fara yfir mjög mikið efni á stuttum tíma, prófið var úr efninu, en það hefur verið takmarkaður tími til að melta upplýsingarnar almennilega og leggja hlutina á minnið. Ég held þó að mér hafi gengið ágætlega þrátt fyrir að ég hafi ekki getað svarað öllum spurningunum. Ég veit líka af nokkrum stafsetningarvillum en vona að kennarinn sjái í gegnum fingur sér með það. Veit ekki hvað kröfurnar eru miklar. Við fáum niðurstöður úr prófinu á morgun og þeir sem ná því hafa möguleika á því að fá dvalarleyfi, hinir horfast í augu við höfnun á dvalarleyfisumsókn og hafa ekki möguleika á að setjast að hér í Tyrklandi. Þannig að það er nokkur spenna í loftinu og þátttakendur ræða um hvernig þeim gekk og hvað sé í vændum.
Annars finnst mér ég hafa lært frekar mikið í tyrknesku á stuttum tíma. Mér finnst eins og ég hafi möguleika á að ná góðum tökum á málinu á nokkrum árum. Það ber þó að hafa í huga að ég hef góðar forsendur til þess. Var í skóla í samtals ca. 18 ár og veit því nokkuð hvað þarf til að tileinka sér nýja þekkingu. Ég er líka enn tiltölulega ungur og hef meiri hæfni til að læra eitthvað nýtt en til dæmis elstu þátttakendurnir á þessu námskeiði, sem eru á fimmtugs og sextugsaldri. Það er þó ekki eðlilegt að miða við þátttakendur á þessu námskeiði sem eitthvað norm, allir eru langskólagengnir og nokkrir starfa sem tungumálakennarar. Fólk ætti því að hafa einhverja hugmynd um hvernig eigi að tileinka sér nýtt tungumál á stuttum tíma. En miðað við kvartanir, þá virðast margir eiga erfitt. En Fulya, tyrkneskukennarinn okkar, hefur tekið vel á málum og kennt hratt og örugglega.
Kveðja
Einar
P.S.
Nokkrir fróðleiksmolar.
Kalem: penni (klikkaði á því á prófinu í dag)
Dudak: varir (ég svaraði því rétt!)
Jilet: rakvélablað (borið fram sem gilette)
Kitap: bók (var líka með það rétt)

Kennarinn
Glósur
Fylgst með af athygli
Undirbúningur undir munnlegt próf

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tyrklandsferð

Höfundur

Innflytjendur í Tyrklandi
Innflytjendur í Tyrklandi
Starfsmenn Alþjóðahúss, Einar og Gerður, voru í hlutverki innflytjenda í Tyrklandi.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Logan flugvöllurinn
  • Gerður útskrifast
  • Einar útskrifast
  • Ég
  • Gerður reisir fót

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 224

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband