Að lokum

Þá er þessi ferð búin og ég komin heim aftur. Það er nú gott að vera komin í umhverfi þar sem ég get haft áreynslulaus samskipti við alla. Núna fer kvikmyndafólkið heim og býr til 20-30 mínútna langa mynd um þetta ævintýri. Hún verður á DVD og eitthvað af aukaefni með. Við hin erum að safna saman efni um aðlögunn innflytjenda sem verður gefið út í bók sem mun fylgja disknum þegar hann verður gefinn út.

Myndin verður frumsýnd á ráðstefnu í Hollandi í mars á næsta ári. Hún verður opin öllum og þeir sem vinna að menntamálum geta meira að segja fengið styrk til að fara á hana, úr Grundtvig prógramminu (www.ask.hi.is), því sama og styrkir þetta verkefni okkar. Í Hollandi munum við fá eintak sem við komum svo með heim og ætlum að sýna út um allt. Því tilgangurinn með þessu verkefni er ekki bara að búa til mynd, heldur að nota hana til að skapa umræðu um aðlögun innflytjenda.

Það sem er mér efst í huga núna er hvað Tyrkir virðast vera skemmtilegt fólk og alveg ótrúlega hjálpsamir og opnir. Einar eignaðist marga vini í ferðinni bara með því að svífa á fólk og telja fyrir það upp á 10 á tyrknesku! Ég ætla að reyna að halda tyrkneskunni minni við, því ég kann alveg helling þótt ég hafi fallið með skömm á prófinu. Og mig langar að ferðast um Tyrkland því það er svo margt spennandi þar.

Ég er búin að læra heilmikið – ekki bara í Tyrknesku, heldur líka um það hvað hægt er að gera til að auðvelda aðlögun innflytjenda að samfélaginu og hvað er gert vel og hvað illa í öllumm hinum löndunumm sem eru þátttakendur í þessu verkefni. Það er gífurlega mikilægt að geta hitt aðra sem eru að vinna að málefnum innflytjenda og skiptast á skoðunum og upplýsingum. Við komum heim úr þessari ferð með fullt af hugmyndum sem munu nýtast okkur í vinnuni í Alþjóðahúsinu.

 

Görusuruz,

Tyrkja Gerður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búin að lesa í gegnum skrifin ykkar og fannst það bæði skemmtilegt og ekki síður fróðlegt. Þetta hefur verið mikil og góð lífsreynsla og á eftir að nýtast ykkur til góðra verka.
Takk fyrir mig.
Hulda

hulda Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tyrklandsferð

Höfundur

Innflytjendur í Tyrklandi
Innflytjendur í Tyrklandi
Starfsmenn Alþjóðahúss, Einar og Gerður, voru í hlutverki innflytjenda í Tyrklandi.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Logan flugvöllurinn
  • Gerður útskrifast
  • Einar útskrifast
  • Ég
  • Gerður reisir fót

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband