Munnlegt og skriflegt próf í tyrknesku

Ég

Í dag var síðasti tíminn í tyrknesku. Ég hafði vonað að kennarinn færi bara yfir það sem við lærðum í gær til að festa það aðeins betur í mynni. En hún kom bara með fullt af nýjum hlutum eins og dagar, mánuðir, klukkan, líkamshlutar og svo framvegis og svo framvegis. Þegar hún byrjaði á klukkunni þá datt ég endanlega út. Finnska konan við hliðina á mér missti þolinmæðina, fletti upp í orðabókinni á “hratt” og reyndi að segja kennaranum að hún færi of hratt yfir, en án árangurs. Þá fletti ég upp á “endurtaka” og bað hana að “endurtaka í gær” en það kom bara svipur á hana og hún hélt sínu striki. Þá hætti ég að nenna að fylgjast með lengur. Ein norsk kona vildi bakka okkur upp og fann orðið “erfitt”, sem við héldum að við hefðum lært daginn áður. Hún kallaði á kennarann og sagði “sikitdim” og allur bekkurinn tók undir það. Kennarinn varð hálf skrítin en hélt svo bara áfram að kenna. Við fréttum svo um kvöldið að við höfðum öll misskilið orðið daginn áður og það þýddi ekki “erfitt” heldur “leiðinlegt”. Svo Hanne hafði sagt beint framan í kennarann að kennslan væri leiðinleg.... Engin furða að hún yrði hálf skrítin á svipinn.

Það var reyndar skemmtilegt hvernig hún kenndi okkur líkamspartana, en það er bara svo svakalega ónauðsynleg þekking. Ég þarf að læra hvenig ég segi “afsakið”, “ég skil ekki”, “hvað kostar þetta” og allt það. En ég tala mjög sjaldan um nefið á mér eða eyrun og þurfi ég að tala um þau þá hef ég þau alltaf með mér og get bent á þau ef ég kann ekki orðin. Þarna fékk ég svo sannarlega að reyna á sjálfri mér það sem ég hef svo sem vitað, að ef tungumálakennslan tengist ekki daglegum þörfum nemendana þá missa þeir áhugan og hvatann til að læra mjög fljótt. Þess vegna erum við í Alþjóðahúsinu alltaf að reka áróður fyrir starfstengdri íslenskukennslu þar sem fólk lærir þann orðaforða sem það þarf á að halda um leið og það labbar út úr tímanum.

Svo kom prófið. Fyrst urðu nokkrir að lesa flókinn texta á tyrknesku fyrir framan myndavélina. Það var ekki beint til prófs heldur meira svona fyrir heimildamyndina sem er verið að gera um þessa ferð. Ég slapp þar en Einar þurfti að fara upp og stóð sig mjög vel.

Svo kom skriflegt próf. Ég þurfti að fylla út eyðublað þar sem var spurt um nafn, atvinnu, hjúskaparstöðu og þess háttar. Ég gat litlu svarað, þótt þetta væri ekki fókið. Mér varð hugsasð til eyðublaðana frá Útlendingastofnun sem innflytjendur heima þurfa að fylla út og eru hræðilega flókin og löng. Svo var spurt um líkamshluta, sem ég hafði lært 30 mínútum áður, en mundi ekki einn einasta. Svo komu númer, en ég hafði aðeins lært upp að 10 svo ég gat lítið þar. Á morgun fáum við einkunir og ég hlakka ekkert sérstaklega til. Eiginlega kann ég ekkert nema að telja upp að 10 og beitti til þess aðferð sem ég lærði af einni ítalskri hér á námskeiðinu. Ég tengdi hvern tölustað við orð og svo bjó ég til setningu úr því öllu. Setningin fyrir tyrknesku tölustafina er þessi: Bjór ekki, en uxa, skítugan, beislitan og haltan eða Jedi, sexý sem ræður sudoku – hann er on. Tölustafirnir eru svona: Bir, iki, ug, dört, beis, alti, yedi, sekiz, dokuz, on.

 

Kveðja,

Gerður


Tvær skólastúlkur
Ég get það!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Munið að einkunnir segja ekkert um það sem þið hafið lært á sviði félagsgreindar eða tilfinningagreindar :)og mér sýnist það vera töluvert. Kveðja,Margrét Gests.

Margrét Gestsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tyrklandsferð

Höfundur

Innflytjendur í Tyrklandi
Innflytjendur í Tyrklandi
Starfsmenn Alþjóðahúss, Einar og Gerður, voru í hlutverki innflytjenda í Tyrklandi.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Logan flugvöllurinn
  • Gerður útskrifast
  • Einar útskrifast
  • Ég
  • Gerður reisir fót

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband