Samræður á Tyrknesku!

Tveir góðir

Mér tókst það! Loksins tókst mér að hafa raunveruleg samskipti á tyrknesku. Mig vantaði plástur á hælsærin mín og fór í apótek áðan, horfði ákveðið á afgreiðslumanninn og sagði “plaster” (þetta er eina orðið í tyrknesku sem er eitthvað líkt íslensku). Hann hikaði augnablik, en rétti mér svo plástur. Ég var mjög stolt og glöð.

Annars hefur dagurinn verið hræðilega erfiður, en líka spennandi og skemmtilegur. Fyrir hádegi fengum við 3 tíma kennslu í tyrknesku, á tyrknesku. Kennarinn var góður, þótt hún færi allt of hratt yfir efnið, en það hafa tungumálakennarar tilhneyingu til að gera, ekki satt? Stafrófið var ekki svo erfitt, bara nokkrir óþekktir stafir þar, en þegar hún fór í tölustafina datt ég út. Ég var ekki búin að ná einum einasta staf af 1 – 10 þegar hún var rokin í 20, 30, 40 og svo framvegis. Þegar ég var svo tekin upp á töflu og átti að skrifa einhverja tölu sem hún nefndi, þá leið mér eins og fávita. Ég er nefninlega gáfuð, vel menntuð, fjölhæf kona og var að gera mitt allra besta – en ég gat ekki lært að telja.... Ég var búin að búa mig undir þetta áður en ég kom, en samt var þetta hræðilega erfitt. Flestir aðrir í hópnum voru í svipaðri stöðu og ég, en það hjálpaði mér ekkert. Sjálfstraust mitt hafði beðið hnekki.

Skólinn okkar er jafnframt grunnskóli með 1.200 nemendum. Þegar við fórum út á skólalóðina eftir tímann þyrptust krakkarnir að okkur og vildu fá að vita allt um okkur. Mig langaði ekkert að tala meiri tyrknesku, vildi bara fara heim að sofa, en þau létu okkur ekki í friði og kröfðust þess að hafa skamskipti við okkur. Þótt enskukunnátta þeirra væri umtalsvert meiri en tyrkneskukunnátta mín þá dugði það okkur ekki og áður en ég vissi var ég búin að draga upp kennsluefnið frá því um morguninn og farin að segja þeim allt um sjáfa mig. Þetta var miklu skemmtilegra heldur en að sitja í tíma og æfa fyrirframskrifaðar samræður, þetta voru alvöru samræður. Ein stelpa var með ensk-tyrkneska orðabók og jók möguleg umræðuefni umtalsvert. Mörg þessara barna tala þýsku og sum önnur evrópumál, því þau hafa fæðst annarstaðar en flutt til baka til Tyrklands með foreldrum sínum. Þessi börn hjálpuðu við flóknari umræðuefni og þá sannaðist enn og aftur hvað tvítyngd börn eru mikil og mikilvæg auðlynd.

Svo fékk eitthvert þeirra þá frábæru hugmynd að fá eiginhandaráritun hjá okkur..... Þau okkar sem voru bláeigð og ljóshærð voru lang vinsælust. Ég hef skrifað nafnið mitt svona 40 sinnum. Tveir unglinsdrengir færðu mér blóm og mörg þeirra sögðu mér að ég væri falleg. Ég kann vel við þessi börn!

Eftir hádegi fengum við samfélagsfræðslu. Fyrst á tyrknesku og svo á ensku. Mér fannst ég nú skilja bara nokkuð mikið af þessu tyrkneska út frá tölum og myndum sem voru á glærunum, en það kom í ljós þegar við fengum enska þýðingu að ég hafði í raun bara skilið það sem ég vissi fyrir. Sú sem var með samfélagsfræðslu á ensk er frá Norður Írlandi, gift Tyrkja og hefur búið hér lengi. Henni var tíðrætt um það hvað Tyrkir eru hjálpsamir og elskulegir, við ættingja sína en líka við ókunna. Hún hafði verið á markaðnum um morguninn, þurfti að hringja í manninn sinn en hafði gleymt símanum í bílnum. Frekar en að labba út í bíl til að hringja, eins og ég hefði gert, bað hún næsta mann að lána sér símann sinn! Svona er þetta hér.

Í kvöld ætla ég að reyna að læra að telja upp að 10 og segja “ég heiti Gerður, ég er frá Íslandi, ég er 36 ára gömu, ég er gift”. Þetta er mjög metnaðarfullt hjá mér, ég veit.

 

Görüsürüz,

Gerður


Áhugasamir nemendur
Skóladrengir
Þrjár vinkonur
Samtal á tyrknesku!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Fyndið með plásturinn, ég lenti í sama í Köben um helgina, bað um plaster á hótelinu ( á hælsærin mín) og konan fór beint í sjúkrakassann og rétti mér plástur! Voða þægilegt:D
Bestu kveðjur, Ester.

Ester Júlía, 25.4.2006 kl. 17:11

2 identicon

Mér datt í hug um eitt: kannski Íslendingar eða aðrir enskumælendum finnst dálítið öðruvísi en fólk frá þjóð þar enska er ekki lifandi tungumál. T.d. erum við Japanir ómögulegir í elrendum tungumálum þ.á.m. á ensku, og við erum frekar vön því að fara í aðstæður þar við skiljum ekkert vegna tungumálavankunáttu....

Það gæti verið meiri áfall fyrir vesturevrópubúar að fara í slíkar aðstæður. Þetta er bara "cheap" hugsjón.

Allavega til hamingju, Gerður. Ég sendi styrk til Einars líka!!! ÁFRAM!!

Pokinn (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tyrklandsferð

Höfundur

Innflytjendur í Tyrklandi
Innflytjendur í Tyrklandi
Starfsmenn Alþjóðahúss, Einar og Gerður, voru í hlutverki innflytjenda í Tyrklandi.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Logan flugvöllurinn
  • Gerður útskrifast
  • Einar útskrifast
  • Ég
  • Gerður reisir fót

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband