24.4.2006 | 16:41
Yfirheyrsla
Jæja, þá er fyrstu prófrauninni lokið. Ég var einn af fimm þátttakendum sem fékk bréf. Mátti þó ekki opna það strax, þurfti að gera það inni í lokuðum sal þegar að myndatökumaðurinn var tilbúinn. Bréfið var á tyrknesku þannig að ég skildi hvorki upp né niður í því. Áttaði mig á dagsetningunni og sá nafnið Antalya, en skildi lítið annað. Ég var spurður hvernig mér þætti að fá þetta bréf og ég sagðist vera hálf hissa, því að væntanlega vissi sendandi að ég kynni ekki neina tyrknesku. Því var svarað til að ég væri innflytjandi í Tyrklandi og þyrfti bara að venjast þessu og læra málið. Að svo búnu fór ég fram og mátti finna einhvern til að hjálpa mér að skilja innihaldið. Ég fann síðan konu sem gat útskýrt fyrir mér að ég hefði verið boðaður í viðtal um umsókn mína um dvalarleyfi í Tyrklandi og að viðtalið myndi fara fram í skólanum þar sem námið í tyrknesku og samfélagsfræðslan fara fram. Það var jafnframt bent á mikilvægi þess að ég léti vita ef ég yrði ekki á staðnum, þ.e. forfallaðist. Þetta minnir eins og margt annað á þau bréf sem fólk kemur með niður í Alþjóðahúsið á hverjum degi og fær okkur starfsfólkið til að þýða og útskýra. Maður fékk smávegis tilfinningu fyrir því að fá bréf, sem maður veit ekki hvort er mikilvægt eða ekki, bara ekki neitt.
Við fórum síðan í skólann og skólastjórinn flutti langa ræðu (að sjálfsögðu á tyrknesku) og enginn skildi neitt. Svo kom aðstoðarmaður og fór yfir efni ræðunnar í nokkrum setningum. Væntanlega hefur öllu skrúðmælgi verið sleppt í því og bara farið yfir staðreyndirnar... Það var kallað í mig í skólastofunni og sagt að ég ætti að koma í viðtal. Mér var vísað inn í litla skrifstofu, þar sem að þungbrýn kona sat við borð og mér var vísað til sætis gegnt henni. Við hlið mér settist önnur kona og sagðist vera túlkur og að ég ætti að svara spurningum þungbrýnnu konunnar. Myndatökumennirnir voru ekki fjarri. Svo byrjuðu spurningarnar og smám saman áttaði ég mig á því að þetta var ekkert venjulegt samtal heldur yfirheyrsla og þungbrýna konan virtist efast um flest sem ég sagði. Ég sagði til nafns, hjúskaparstöðu, fæðingarstaðar o.s.frv. Síðan spurði hún um tilgang verunnar í Tyrklandi. Ég var aðeins búinn að velta því fyrir mér og þar sem ég vildi koma vel fyrir, þá sagðist ég vilja starfa að ferðaþjónustu og vinna í því að fjölga ferðamönnum frá Norður-Evrópu til Antalya. Hún sýndi engin svipbrigði, dæsti bara og vísaði mér út. Ég verð að viðurkenna að þetta var erfiðara en ég bjóst við og ég fann hvernig bolurinn límdist við bakið af svita þegar ég labbaði út. Ennþá hef ég ekki fengið nein svör um hvort mér verði veitt leyfi til dvalar í Tyrklandi eða ekki.
Kveðja.
Einar
Við fórum síðan í skólann og skólastjórinn flutti langa ræðu (að sjálfsögðu á tyrknesku) og enginn skildi neitt. Svo kom aðstoðarmaður og fór yfir efni ræðunnar í nokkrum setningum. Væntanlega hefur öllu skrúðmælgi verið sleppt í því og bara farið yfir staðreyndirnar... Það var kallað í mig í skólastofunni og sagt að ég ætti að koma í viðtal. Mér var vísað inn í litla skrifstofu, þar sem að þungbrýn kona sat við borð og mér var vísað til sætis gegnt henni. Við hlið mér settist önnur kona og sagðist vera túlkur og að ég ætti að svara spurningum þungbrýnnu konunnar. Myndatökumennirnir voru ekki fjarri. Svo byrjuðu spurningarnar og smám saman áttaði ég mig á því að þetta var ekkert venjulegt samtal heldur yfirheyrsla og þungbrýna konan virtist efast um flest sem ég sagði. Ég sagði til nafns, hjúskaparstöðu, fæðingarstaðar o.s.frv. Síðan spurði hún um tilgang verunnar í Tyrklandi. Ég var aðeins búinn að velta því fyrir mér og þar sem ég vildi koma vel fyrir, þá sagðist ég vilja starfa að ferðaþjónustu og vinna í því að fjölga ferðamönnum frá Norður-Evrópu til Antalya. Hún sýndi engin svipbrigði, dæsti bara og vísaði mér út. Ég verð að viðurkenna að þetta var erfiðara en ég bjóst við og ég fann hvernig bolurinn límdist við bakið af svita þegar ég labbaði út. Ennþá hef ég ekki fengið nein svör um hvort mér verði veitt leyfi til dvalar í Tyrklandi eða ekki.
Kveðja.
Einar
Um bloggið
Tyrklandsferð
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
tilfinningin er án efa svipuð því að vera kallaður til skólastjóra og þó þú hafir ekkert slæmt á samviskunni - þá ertu samt sekur. gangi ykkur sem allra best. þið verðið reynslunni ríkari.
Helga (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 16:47
Biddu rólega. Það kemur vonandi innan árs...
pokinn (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 06:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.