Fyrstu viðtöl

Hádegi á mánudegi og prógrammið er byrjað. Við erum hérna 25 í allt frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Hollandi, Spáni, Ítalíu og Tyrklandi. Tveir frá hverju landi, nema Tyrlandi auðvita, far á tyrkneskunámskeið og þurfa svo að standast munnlegt og skriflegt próf í lokin. Síðan er endalaust verið að kvikmynda viðbrögð okkar við hinu og þessu, væntingar okkar og líðan. Í morgun var ég í fimm manna hópi sem var sendur niður í bæ til að fara í viðtal um væntingar til verkefnisins og hvernig við hefðum undurbúið okkur fyrir það. Svo gengum við um bæinn og Hollenska kvikmyndtökufólkið tók það allt upp líka. Þetta var þræl gaman.

Þegar við komum aftur á hótelið var fundur með öllum þar sem Noureddine, stjórnandi verkefnisins, útskýrði fyrir okku það sem er framunda og lagði ríka áherslu á að við yrðum að taka fullan þátt í öllu prógrammi og mættum ekki gleyma því að við værum innflytjendur í Tyrklandi – ekki túristar. Hann endaði fundinn á að segja “þegar þið gangið út um þessar dyr þá hættið þið að vera túristar og verðið innflytjendur”, þá fór um mig smá hrollur. Þetta er jú hlutverkaleikur og við eigum að taka hann alvarlega.

Okkur var sagt að fara í lobbíið og athuga hvort það væri bréf til okkar þar, en var bannað að opna það. Ég fékk ekkert en Einar fékk bréf. Þau sem fengu bréf voru tekin eitthvert og svo var kvikmyndað þegar þau opnuðu bréfin. Þau voru á tyrknesku og lítið hægt að skilja. Frekar óþægilegt því hver veit nema þetta sé eitthvað mjög mikilvægt. Minnir mig á bréfin sem Útlendingastofnun sendir innflytjendum heima sem svar við umsóknum þeirra um dvalarleyfi. Þau eru á svo flókinni íslensku að ég á oft í mesta basli við að skilja þau – og hef samt lesið þau mörg.

 

Nú þarf ég að hlaupa í skólann.

Gerður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, þetta virðist vera skemmtileg og áhugaverð tilraun. Viljið þið bara halda áfram eitt ár þar!?

Innflytjandi á ÍSL.

pokinn (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tyrklandsferð

Höfundur

Innflytjendur í Tyrklandi
Innflytjendur í Tyrklandi
Starfsmenn Alþjóðahúss, Einar og Gerður, voru í hlutverki innflytjenda í Tyrklandi.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Logan flugvöllurinn
  • Gerður útskrifast
  • Einar útskrifast
  • Ég
  • Gerður reisir fót

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband