Þjóðhátíðardagur í Tyrklandi

Ataturk

Við fóum í gamla bæinn í dag, sunudag, og gengum um. Við tókum strætó þangað til að komast í návígi við fólk. Hér er fólk svo kurteist að maður er ekki einu sinni rukkaður þegar maður fer í strætó – en við erum svo heiðarleg að við borguðum auðvita. Ég var að reyna að sjá eitthvað framandi, með litlum árangri. Þó var maðurinn við hliðina á mér í vagninum að handfjatla talnaband múslima og þá væntanlega að biðja í hljóði.

Við fórum og fengum okkur samloku og te á kaffihúsi við hliðina á gamalli mosku. Þar var slökkt á tónlistinni þegar bænaköllin hófust í moskunni, en Pink Floyd svo sett í botn um leið og bænaköllunum lauk. Eitthvað svolítiði framandi þar. Mig langaði inn í moskuna að skoða, því ég hef aldrei farið í mosku, en ákvað að gera það ekki fyrr en ég hitt tyrknesku konurnar sem taka þátt í þessu verkefni. Ég við ekki sýna vanvirðingu óvart því ég veit ekki hvernig ég á að haga mér í mosku. Maður á að bera virðingu fyrir trúarbrögðum annara, alveg sama hvað manni finnst um þau.

Sölumennirnir hérna eru algjör séní. Alls ekki frekir, en þeir beita svo snilldarlegum aðferðum við að ná athygli manns. Við vorum ákveðin í að láta ekki plata okkur, en einum þeirra tókst samt að láta mig kaupa hálft kíló af hnetu snakki sem mig langaði ekkert í. Ég skal klára það!

Það var hátíðisdagur í dag, bæði þjóðhátíð og hátíð barnana, er mér sagt. Tyrkneski fáninn er út um allt! Allar stofnanir eru með risastóra fána utan á húsunum sínum, allir strætisvagnar og svo hefur fólk hengt fána á svalirnar hjá sér. Mér þætti gaman að sjá þetta heima á hátíðisdögum – þetta setur svo skemmtilegann svip á bæinn.

Annars eyddum við stærstum hluta dagsins í að sitja, sötra te og horfa á mannlífið. Hér eru margar konur með slæður, þótt yfirgnæfandi meirihluti sé það ekki. En flestar þeirra bynda slæðuna bara undir hökuna, eins og konur heima gerðu milli 1960 og 1970. Aðrar bynda slæðuna undir hárið að aftan, eins og ég geri þegar ég er í Flatey og nenni ekki að þvo á mér hárið. Ekki svo mikið framandi þar. Það sem helst er framandi er kannski verðlagið. Ég borgaði fimm milljónir fyrir bjórglas......

 

Kveðja,

Gerður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Gerður,

Þessi blogg ykkar er alveg þrælskemmtilegt. Þetta er reynsla sem kemur sér vel. Gangi ykkur vel og ég bið að heilsa Einari,

kveðja

Hákon


Hákon Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tyrklandsferð

Höfundur

Innflytjendur í Tyrklandi
Innflytjendur í Tyrklandi
Starfsmenn Alþjóðahúss, Einar og Gerður, voru í hlutverki innflytjenda í Tyrklandi.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Logan flugvöllurinn
  • Gerður útskrifast
  • Einar útskrifast
  • Ég
  • Gerður reisir fót

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband