Turkish cafe og te

Turkish Cafe er staðsett við hliðina á fjögurra stjörnu hótelinu okkar. Við erum búin að fara þangað tvisvar til að drekka í okkur tyrkneska stemmningu og átta okkur betur á hugsunarhætti innfæddra. Margir eru að spila þar, m.a. Backgammon og eitthvert spil sem virkar eins og sambland af Scrabble og Dominos. Við eigum eftir að komast að því út á hvað þetta spil gengur. Ég hef haft einstaka ánægju af því að upplifa te-menninguna hér í Tyrklandi, þar sem ég drekk ekki kaffi. Hér kemur teið í stórum staup-glösum og er sterkt og gott. Þegar maður fær sér te hjá Murat á Café Culture þá fær maður teketil með vatni og tepoka með. Ég verð að muna að biðja Murat að innleiða tyrknesku aðferðina á afgreiðslu á tei – hún er miklu skemmtilegri.

Annars erum við búin að njóta þess að vera hér í dag. Þetta er skrifað á sunnudagskvöldi. Hótelið er frábært og í raun erfitt að ímynda sér að við getum leikið sannfærandi innflytjendur í Tyrklandi á fjögurra stjörnu hóteli (eða fimm stjörnu, það eru misvísandi upplýsingar í gangi) með brosandi þjóna um alla ganga. Svo var mjög ánægjulegt að prófa þetta "spa" sem er í kjallaranum. Ég nýtti mér tækifærið og fór í nudd, einhvers konar líkamsskrúbbun. Það var mjög þægilegt. Svo fengum við margréttaðan kvöldverð á eftir. Það er eiginlega óskiljanlegt að skipuleggjendur prógrammsins hafi ákveðið að setja okkur á þetta hótel. Eiginlega svipað og að vera innflytjandi á Íslandi og búa á hótel Nordica, ekki eins og íbúar á Íslandi geri það almennt (nema kannski útrásarfólk sem býr allajafna í Lundúnum - hver veit..).

Það hlýtur þó eitthvað að búa undir. Við reynum að búa okkur undir það versta á morgun, en jafnframt njóta stundarinnar vel. 

kveðja

Einar 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott Einar og Gerður. Gaman að fylgjast með. Eitt sem þið getið gert, eða fyrir Einar að reyna- Fara í smá "pretend" að þú ert ekki að koma heim næsta viku. Þú verður að minnsta kosti 2 ár, og á meðan er ekki mjog líklegt að þú fær tækifæri að sjá fjölskylda þín. Þú ert buin að segja bless við allir sem þú elska. Þegar þú hugsa til þeim þú brósa og gráta. Þú ert í sorgar tímabíl fyrir allt her á Íslandi á meðan þú ert að reyna að læra um nýja samfélagið.

Barbara (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tyrklandsferð

Höfundur

Innflytjendur í Tyrklandi
Innflytjendur í Tyrklandi
Starfsmenn Alþjóðahúss, Einar og Gerður, voru í hlutverki innflytjenda í Tyrklandi.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Logan flugvöllurinn
  • Gerður útskrifast
  • Einar útskrifast
  • Ég
  • Gerður reisir fót

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband