22.4.2006 | 14:44
Innflytjendur í Tyrklandi - í eina viku!
Innflytjendur í Tyrklandi. Það hljómar leyndardómsfullt, en í stuttu máli gengur verkefnið út á það að láta þá sem vinna með innflytjendum, bæði tungumálakennara og sérfræðinga / ráðgjafa, setja sig í spor innflytjenda. Þess vegna munum við fara til Tyrklands og fara á tyrkneskunámskeið á tyrknesku, svo fáum við samfélagsfræðslu bæði á tyrknesku og ensku, förum í viðtal hjá útlendingastofnun þeirra Tyrkja og endum svo á munnlegu og skriflegu prófi í tyrknesku. Allt þetta er kvikmyndað, með viðtölum fyrir, á meðan og á eftir um væntingar, vonir og vonbrygði. Myndin verður svo kynnt á ráðstefnu í Hollandi í maí og síðan sýnd víða um Evrópu. Þetta er allt borgað af ESB í gegnum Grundtvig áætlunina sem er hluti af Sókrates. Þátttakendur í verkefninu eru frá Íslandi, Hollandi, Noregi, Finnlandi, Svíþjóð, Spáni, Ítalíu og Tyrklandi. Fyrirmyndin er ferð sem stjórnandi verkefnisins fór með hollenska kollega sína í. Hann er frá Morokkó og fór með nokkra tungumálakennara innflytjenda til Morokkó og setti þá á arabískunámskeið. Þetta hafið mikil áhrif á þátttakendu og breytti viðhorfi þeirra til nemenda sinna og kennsluháttum þeirra. Sú mynd, sem heitir Newcomers in Morocco hefur fengið verðlaun frá ESB og frá Hollenska menntamálaráðuneytinu.
kveðja,
Gerður
Um bloggið
Tyrklandsferð
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
spennandi sumarfrí í eina viku. Hver borgar veisluna fyrir þig.
þú veist ekkert um það hvað það er að vera innflytjandi, átt aldrei eftir að kynnast því heldur, sjálfsagt.
ég gæti gubbað yfir hræsninni, eða einfeldninni , sem þið eruð illa þjáð af...........
jón jónsson (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.