24.2.2007 | 00:40
Á leiðinni
Sitjandi í flugvél á leiðinni til Bandaríkjanna, fyrirheitna landsins í þrjár vikur. Það er undarleg tilfinning.Þegar ég fór að spjalla við bandarískan sessunaut minn, barst talið fljótlega að ólöglegum innflytjendum, sem hann telur mikið vandamál í Bandaríkjunum. Hann talaði um ótrúlegan fjölda af ólöglegum innflytjendum. Það sama sá ég síðan í bíómyndinni sem var sýnd í flugvélinni. Þar var spurt hvers vegna venjulegt fólk (lesist: Bandaríkjamenn) lendi í yfirheyrslum á leið inn í landið og á sama tíma streyma hundruðir þúsunda ólöglegra innflytjenda inn í landið. Ég ætla ekki að reyna að svara því hér og nú eða velta upp frekari sjónarmiðum í tengslum við það því að í raun er það rökvilla að segja að einhver sé ólöglegur. Enginn getur verið ólöglegur í sjálfu sér, það er ekki hægt. Það eru hins vegar athafnir eða aðgerðaleysi sem getur verið ólöglegt. Í þessu tilviki er það að fólk tilkynnir ekki komu sína til yfirvalda eða framlengir ekki dvalarleyfum. Afleiðingar eru þær að fólk er óskráð inn í landið, yfirvöld vita ekki af þeim. Þannig að réttara er að tala um óskráða innflytjendur.
Kannski gefst mér tækifæri til að skoða þetta betur í ferðinni, þegar við förum í heimsóknir til hinna ýmsu stofnana sem hafa eftirlit með innflytjendum í Bandaríkjunum.
kveðja,
EinarUm bloggið
Tyrklandsferð
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða ferð, Einar. Þú tekur þessa Gringóa í gegn og útskýrir fyrir þeim hvernig allir þessir "ólöglegu" innflytjendur standa undir hagkerfinu hjá þeim. Ástæða þess að þeir eru skilgreindir "ólöglegir" er sú að þá hafa þeir ekki félagsleg réttindi og kosta minna - bara grætt á þeim.
Gerður
Gerður (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.