Færsluflokkur: Bloggar
22.4.2006 | 14:45
Í góðu yfirlæti á Heathrow
Þá er ferðalagið og svaðilförin hafin. Við sitjum inni í flugstöðinni á Heathrow flugvelli og látum fara vel um okkur. Framundan er flug til Istanbúl (Miklagarðs) og þaðan til Antalya. Þar mun fara fram strangt námskeið í tyrknesku og tyrkneskum háttum og við munum fylla út dvalarleyfisumsóknir á tyrknesku og verða boðuð í viðtöl hjá tyrkneska útlendingaeftirlitinu. Við vitum samt lítið um það sem er framundan og munum án efa koma til baka reynslunni ríkari. Okkur skilst að það verði hópur Íslendinga á sömu slóðum á vegum íslenskrar ferðaskrifstofu á sama tíma, en það er nú ekki víst að við rekumst á þá. Gerður þykist betur í stakk búin að mæta álaginu sem er framundan, því að hún er þrautþjálfuð og hálærð með mastersgráðu í mannfræði og hefur auk þess upplifað að vera innflytjandi í Nicaragua. Ég hef nú ekki mikla aðlögunarhæfni sjálfur, hef þó átt tvær tengdamæður og það gekk vel að mestu leyti og svo þyki ég viðmótsþýður og viðræðugóður. Það kemur þó í ljós hver verður þrautgóður á raunastund.
Fróðleiksmoli dagsins: Marhaba þýðir góðan daginn.
kveðja
Einar (og Gerður biður að heilsa)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2006 | 14:44
Innflytjendur í Tyrklandi - í eina viku!
Innflytjendur í Tyrklandi. Það hljómar leyndardómsfullt, en í stuttu máli gengur verkefnið út á það að láta þá sem vinna með innflytjendum, bæði tungumálakennara og sérfræðinga / ráðgjafa, setja sig í spor innflytjenda. Þess vegna munum við fara til Tyrklands og fara á tyrkneskunámskeið á tyrknesku, svo fáum við samfélagsfræðslu bæði á tyrknesku og ensku, förum í viðtal hjá útlendingastofnun þeirra Tyrkja og endum svo á munnlegu og skriflegu prófi í tyrknesku. Allt þetta er kvikmyndað, með viðtölum fyrir, á meðan og á eftir um væntingar, vonir og vonbrygði. Myndin verður svo kynnt á ráðstefnu í Hollandi í maí og síðan sýnd víða um Evrópu. Þetta er allt borgað af ESB í gegnum Grundtvig áætlunina sem er hluti af Sókrates. Þátttakendur í verkefninu eru frá Íslandi, Hollandi, Noregi, Finnlandi, Svíþjóð, Spáni, Ítalíu og Tyrklandi. Fyrirmyndin er ferð sem stjórnandi verkefnisins fór með hollenska kollega sína í. Hann er frá Morokkó og fór með nokkra tungumálakennara innflytjenda til Morokkó og setti þá á arabískunámskeið. Þetta hafið mikil áhrif á þátttakendu og breytti viðhorfi þeirra til nemenda sinna og kennsluháttum þeirra. Sú mynd, sem heitir Newcomers in Morocco hefur fengið verðlaun frá ESB og frá Hollenska menntamálaráðuneytinu.
kveðja,
Gerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Tyrklandsferð
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar